Markþjálfun er samtal þar sem sá sem þiggur markþjálfun kannar markmið sín og drauma og uppgötvar leiðir til að láta þá rætast. Markþjálfun er mjög kraftmikið tæki fyrir þá sem vilja ná lengra í lífi sínu hvort sem er í starfi eða einkalífi.

Rakel kynntist markþjálfun hjá American Psychological Association (APA) í doktorsnámi sínu árið 2000 og hóf að bjóða upp á markþjálfun á Íslandi árið 2002. Hún er líklega fyrsti markþjálfinn á Íslandi. Hún starfaði við markþjálfun, með öðrum verkefnum, til ársins 2005. Árið 2012 lauk hún grunnnámi í markþjálfun hjá Evolvia. Rakel stofnaði Inventus ehf í apríl 2017 og hóf þá að bjóða markþjálfun að nýju.

Ingibjörg útskrifaðist sem markþjálfi frá Coachutbildning Sverige vorið 2007 og hefur síðan veitt markþjálfun til stjórnenda og annarra  einstaklinga ásamt ráðgjafarstörfum. Hún lauk framhaldsnámi í markþjálfun hjá Evolvia árið 2019.

top