Í boði eru ýmis fræðandi námskeið sem veita hagnýt tól sem nýta má í daglegum störfum og þeim áskorunum sem einstaklingur eða fyrirtæki standa frammi fyrir. Lögð er áhersla á virkni þátttakenda á námskeiðunum meðal annars með umræðum og æfingum.

  • Samskipti á vinnustöðum
  • Markviss innri upplýsingamiðlun
  • Fjölbreyttari og virkari fundir
  • Starfsmannasamtöl
  • Lausn ágreinings á vinnustað
  • Mastermind markþjálfunarhópar
  • Í blíðu og stríðu með okkur sjálfum – hádegis eða morgunfyrirlestur
  • Að taka á móti breytingum í vinnunni
  • Sameining vinnustaða
  • Að koma á breytingum

Samskipti á vinnustöðum

Við skoðum hvernig stjórnendur geta lagt grunninn að árangursríkum samskiptum á vinnustaðnum, leiðir til að takast á við ágreining og erfið samtöl.

Verkfærakista stjórnandans: Hagnýt mannauðsstjórnun


Að veita núverandi og verðandi stjórnendum hagnýt verkfæri í verkfærakistuna varðandi árangur í mannauðsmálum. Farið er yfir grunnatriði mannauðstjórnunar. Lögð er áhersla á umræður og hagnýtar æfingar.
top