3 klst námskeið um árangursrík samskipti á vinnustöðum

Viltu ná enn meiri árangri í starfi?

Lykillinn að framúrskarandi samstarfi og árangri felst í öflugum samskiptum. Rannsóknir hafa margsýnt fram á fylgni á milli öflugra samskipta á vinnustað og aukinnar framleiðni og starfsánægju.

Meðal þess sem þú færð út úr námskeiðinu er:

– Innsýn í mismunandi samskiptastíl og hvað einkennir „fyrirmyndar“ samskiptastíl               – Upplýsingar um dæmigerðar ástæður ágreinings á vinnustöðum                                         – Betri færni í að taka eftir „földum“ skilaboðum (þínum og annarra)                                     – Aukinn skilning á hvernig megi fyrirbyggja óæskilegan ágreining og spennu á vinnustaðnum og í staðinn stuðla að öflugum samskiptum                                                     – Aukna færni við að takast á við erfið samskipti og erfið mál sem þarf að ræða

 

Skráning á námskeið

 

Rakel Heiðmarsdóttir

Rakel Heiðmarsdóttir , Ph.D.

Eigandi, ráðgjafi og markþjálfi

Rakel Heiðmarsdóttir hefur starfað sem mannauðsstjóri í 11 ár, fyrst í Norðuráli (2005-2012), svo Jarðborunum (2012) og loks í Bláa Lóninu (2013-2017). Rakel er með doktorspróf í sálfræði og hefur haldið ýmis starfstengd námskeið fyrir stjórnendur og starfsmenn í gegnum tíðina. Hún starfar við ráðgjöf og markþjálfun auk fræðslu.

 

Á námskeiðinu er leitað svara við þessum spurningum: Hvers vegna eru samskipti svona flókin? Hverjir eru algengustu samskiptastílarnir? Hvernig samskiptastíll er áhrifaríkastur til að ná árangri í samskiptum? Hverjar eru algengar ástæður ágreinings á vinnustöðum? Hvað ber helst að varast? Hagnýtt og skemmtilegt 🙂

 

 

Skráning

Skráning

Ath: Skráning fer fram hjá Símey í síma 460 5720.

Samskipti á vinnustöðum

Á námskeiðinu eru samskipti skoðuð bæði frá fræðilegu og hagnýtu sjónarmiði. Hvers vegna er misskilningur algengur? Hverjar eru algengustu ástæður ágreinings á vinnustöðum og hvernig má taka á þeim? Hvaða aðferðir tryggja árangur í samskiptum og hvað ber að varast?

 

 

 

 

 

 

top