3 klst námskeið um árangursrík samskipti á vinnustöðum
Viltu ná enn meiri árangri í starfi?
Lykillinn að framúrskarandi samstarfi og árangri felst í öflugum samskiptum. Rannsóknir hafa margsýnt fram á fylgni á milli öflugra samskipta á vinnustað og aukinnar framleiðni og starfsánægju.
Meðal þess sem þú færð út úr námskeiðinu er:
– Innsýn í mismunandi samskiptastíl og hvað einkennir „fyrirmyndar“ samskiptastíl – Upplýsingar um dæmigerðar ástæður ágreinings á vinnustöðum – Betri færni í að taka eftir „földum“ skilaboðum (þínum og annarra) – Aukinn skilning á hvernig megi fyrirbyggja óæskilegan ágreining og spennu á vinnustaðnum og í staðinn stuðla að öflugum samskiptum – Aukna færni við að takast á við erfið samskipti og erfið mál sem þarf að ræða