Inventus býður upp á þjónustu til einstaklinga og fyrirtækja sem byggir á víðtækri reynslu í atvinnulífinu og haldgóðri menntun. Í boði er markþjálfun, ráðgjöf í mannauðs- og stjórnunartengdum verkefnum og fræðsla til starfsmanna, stjórnenda og einstaklinga. Einnig er í boði af leigja mannauðsstjóra, mannauðsráðgjafa eða fræðslustjóra. Í því felst að ráðgjafi Inventus sinnir málefnum vinnustaðarins eins og um fastan starfsmann væri að ræða, t.d. í einn, tvo eða þrjá daga í viku. Einnig geta vinnustaðir leitað til okkar ef leysa þarf af tímabundið eða bæta við mannauðsfólki í stuttan tíma vegna álagstoppa.

Inventus er aðili að rammasamningi Ríkiskaupa um rekstrarráðgjöf. Samningurinn gildir til 15. nóvember 2020 með möguleika á framlengingu. Inventus er aðili að þremur flokkum samningsins 1. Stjórnun og stefnumótun, 2. Aðferðir, breytingar, ferlar og uppbygging og 3. Mannauðsmál og ráðningar.  

Rakel Heiðmarsdóttir, Ph.D., er ráðgjafi og markþjálfi hjá Inventus ehf. og Birki ráðgjöf ehf  [rakel@inventus.is, s. 770-7507]

Rakel útskrifaðist með doktorsgráðu í Ráðgjafarsálfræði (Counseling Psychology) frá University of Texas at Austin árið 2002. Hún fékkst við mannauðsráðgjöf, stjórnunarráðgjöf og markþjálfun á árunum 2002-2005 og frá 2017. Að auki hefur hún haldið ýmis námskeið um samskipti, stjórnun, o.fl hjá Reykjavíkurborg, í Opna Hákskólanum í HR, Endurmenntun HÍ og á vinnustöðum. Rakel hefur jafnframt unnið samtals í 12 ár sem mannauðsstjóri í þremur öflugum fyrirtækjum (Norðuráli, Jarðborunum og Bláa Lóninu).

Ingibjörg Gísladóttir er ráðgjafi og markþjálfi hjá Inventus ehf. og Birki ráðgjöf ehf  [ingibjorg@inventus.is, s. 770-7600]

Ingibjörg Gísladóttir hefur lokið BS í boðskiptafræðum í viðskiptaumhverfi og MA í menntunarfræðum með áherslu á starfsþróun. Hún hefur stundað frekara nám á sviði mannauðsstjórnunar, markþjálfunar og fengið góða þjálfun í framkvæmd hugmynda- og samráðsfunda. Ingibjörg hefur mikla reynslu af mannauðsmálum í opinberu starfsumhverfi, gæðastjórnun, innleiðingu breytinga, sameiningum, skipulagi vinnustofa og samráðsfunda. Hún hefur starfað í 16 ár við mannauðsráðgjöf og stjórnendaþjálfun á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og áður í mannauðs-, þjónustu- og fræðslumálum hjá upplýsingatæknifyrirtækjum.

top