Inventus býður upp á þjónustu til einstaklinga og fyrirtækja sem byggir á víðtækri reynslu í atvinnulífinu og haldgóðri menntun. Í boði er markþjálfun, ráðgjöf í mannauðs- og stjórnunartengdum verkefnum og fræðsla til starfsmanna, stjórnenda og einstaklinga.

Rakel Heiðmarsdóttir, Ph.D., er eigandi, ráðgjafi og markþjálfi hjá Inventus ehf. og Birki ráðgjöf ehf  [rakel@inventus.is, s. 770-7507]

Rakel útskrifaðist með doktorsgráðu í Ráðgjafarsálfræði (Counseling Psychology) frá University of Texas at Austin árið 2002. Hún fékkst við mannauðsráðgjöf, stjórnunarráðgjöf og markþjálfun á árunum 2002-2005 og frá 2017. Að auki hefur hún haldið ýmis námskeið um samskipti, stjórnun, o.fl hjá Reykjavíkurborg, í Opna Hákskólanum í HR, Endurmenntun HÍ og á vinnustöðum. Rakel hefur jafnframt unnið samtals í 12 ár sem mannauðsstjóri í þremur öflugum fyrirtækjum (Norðuráli, Jarðborunum og Bláa Lóninu).

Ingibjörg Gísladóttir er ráðgjafi, markþjálfi og leiðbeinandi hjá Inventus ehf. og Birki ráðgjöf ehf  [ingibjorg@birki.is, s. 770-7600]

Ingibjörg Gísladóttir hefur lokið BS í boðskiptafræðum og MA með áherslu á starfsþróun í vinnuumhverfi. Hún hefur stundað frekara nám á sviði mannauðsstjórnunar, markþjálfunar og fengið mikla þjálfun í framkvæmd hugmyndafunda. Ingibjörg hefur mikla reynslu af mannauðsráðgjöf í opinberu starfsumhverfi, gæðastjórnun, innleiðingu breytinga, sameiningum, skipulagi vinnustofa og samráðsfunda. Ingibjörg hefur starfað í 15 ár við mannauðsráðgjöf hjá Reykjavíkurborg og áður í mannauðs-, þjónustu- og fræðslumálum hjá upplýsiingatæknifyrirtækjum.

top